top of page
Original on Transparent.png
1
Stones of Meaning

MARKÞJÁLFUN

421304_191766410931535_1269416900_n.jpg
Heart Shape Cookie Cutter

JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI

2
3
421304_191766410931535_1269416900_n.jpg

UM MIG

Ég heiti Kristín og býð upp á markþjálfun og fyrirlestra á netinu í gegnum Messenger, Skype, Zoom eða það forrit sem hentar best hverju sinni.

Markþjálfun nýtist öllum einstaklingum sem langar til að auka vellíðan sína og/eða ná auknum árangri á einhverju sviði lífsins.

Megintilgangurinn er að hjálpa fólki að vaxa.  

 • Minn bakgrunnur er kennsla, ráðgjöf, þjálfun og þjónusta. 

 • Ég er með Diplómu í Jákvæðri sálfræði og flétta ég þau fræði og æfingar inn í markþjálfunina ef áhugi er fyrir hendi (Positive Psychology Coaching).

 • Í núverandi meistaranámi er ég að skoða sérstaklega Post Traumatic Growth (PTG) eða vöxt og þroska eftir áföll. 

Nánari lýsing á markþjálfun og jákvæðri sálfræði er að að finna hér fyrir neðan. 

Menntun og námskeið

 • Núverandi nám: MA í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á jákvæða sálfræði.

 • Diplóma í Jákvæðri sálfræði við EHÍ 2019

 • Markþjálfun á vegum Profectus 2018

 • B.ed. frá KHÍ árið 1999

 • B.A. í sálfræði við HA – 66 ETCS einingum lokið

 • ACE einkaþjálfaranám hjá Hreyfingu árið 2005

 • Rope Yoga kennaranám hjá Guðna Gunnarssyni 2006

 • Fit Pilates kennaranám, umboðshaldari og Masterkennari 2006-2009

 • Smart motion hlaupastílskennaranámskeið 2007

 • Landmark forum í Ástralíu. Námskeið og aðstoðarþjálfari 2010

 • TRT (TissueReleaseTechnicue) og FoamFlex nuddbolta/rúllu kennaranám 2012

 • Dale Carnegie námskeiðið Skills for Success 2015

 • Aðstoðarmanneskja á Dale Carnegie Skills for Success 2015

 • Ýmis námskeið á vegum Keilis og Endurmenntunar HÍ á sviði líkamsþjálfunar og andlegar uppbyggingar

Stones of Meaning

MARKÞJÁLFUN

 

 • Markþjálfun er fyrir fólk sem vill ná auknum árangri og auka skilvirkni. 

 • Markþjálfun er aðferðafræði sem er til þess fallin að hjálpa einstaklingum að öðlast skýrari framtíðarsýn og hvernig hann getur nýtt styrkleika sína til að raungera þá sýn.

 • Markþjálfun er samræðuferli þar sem vitundarsköpun markþegans leiðir til nýrra lausna og tækifæra. Markþjálfun á rætur sínar að rekja í ýmsar fræðigreinar, m.a. leiðtogafræði, sálfræði, félagsfræði, taugavísindi og kennslufræði.

 • Markþjálfi er ekki ráðgefandi heldur leggur áherslu á að viðskiptavinurinn leiti sjálfur lausna á hverju máli sem tekið er fyrir.

 • Markþjálfinn heldur hinsvegar utan um ferlið og nær með beinum tjáskiptum og kraftmiklum spurningum að beina viðskiptavininum sjálfum að kjarna málsins. 

 • Markþjálfun er eins og púsluspil þar sem megintilgangurinn er að leggja nokkur púsl á hverjum fundi þar til heildarmyndin er skýr. Sú mynd er í flestum tilvikum ný, fersk og kraftmikil, þar sem búið er að breyta draumum og væntingum viðskiptavinar í skýr markmið með tilheyrandi mótun aðgerða.

 • Ástæðan fyrir að markþjálfun hefur fest sig í sessi á undanförnum árum er einfaldlega að hún skilar árangri. Þeir sem notið hafa góðrar markþjálfunar, hvort sem er í störfum sínum eða einkalífi segja hana framúrskarandi tæki til að ná markmiðum og breyta hegðun eða einfaldlega að hugsa lífið upp á nýtt.​

Heart Shape Cookie Cutter

JÁKVÆÐ SÁLFRÆÐI

Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun sem beinir athyglinni að jákvæðum þáttum mannlegrar tilveru eins og styrkleikum, vellíðan, velgengni, þakklæti, seiglu, gildum (dygðum), von, jákvæðum tilfinningum, tilgangi, flæði, bjartsýni og hamingju. Hún veltir fyrir sér hvað einkennir vel starfhæfa einstaklinga sem ná á farsælan hátt að þroskast og aðlagast ólíkum aðstæðum í lífinu. Hún finnur leiðir til að skapa umhverfi þar sem einstaklingar ná árangri, að blómstra og lifa sínu besta lífi.

 

Jákvæð sálfræði:

 • skoðar manneskjuna með það fyrir augum að finna hvað hún er að gera rétt (frekar en rangt), hvað reynist henni vel og hvað hún gæti gert enn betur.

 • reynir að útskýra þá staðreynd að þrátt fyrir erfiðleika og mótlæti geti meirihluti fólks haft tilgang með lífinu og lifað því með reisn.

 • skoðar hvað gerir lífið þess virði að lifa því og hvað stuðlar að innihaldsríku lífi.

 • er hvatning um að meta styrkleika frekar en veikleika.

 • rannsakar hvað einkennir manneskjuna þegar hún er upp á sitt besta.

 • færir okkur hagnýtar og gagnreyndar upplýsingar og aðferðir til að auka vellíðan.

 • skoðar hvernig samfélagið og stofnanir þess geta aukið vellíðan þegna sinna.

 • byggir á vísindalegum rannsóknum.

HAFA SAMBAND
bottom of page